Eftirréttir · Eggjalaust · Glútenlaust · Hnetulaust · Hveitilaust · Kökur og gúmmelaði · Mjólkurlaust · Ofnæmin · Sesamlaust · Sojalaust · Uppskriftir · Veislur og hátíðir

Varúð þessi póstur inniheldur helling af hitaeiningum og skammast sín ekkert fyrir það!

Síðustu daga hef ég verið að slefa yfir allskonar karmellu/nammi/sælgætispóstum á mörgum skemmtilegum matarbloggum. Ég er víst eins og margar kynsystur mínar sem fá alveg óútskýranlega löngun í nammi/sætindi svona uþb einu sinni á 28 daga fresti :D. En hvað um það þetta byrjaði allt á erlendri síðu – Fork and Beans – sem er með allskonar gúmmelaði án alls ofnæmisvesens. En þá kemur náttúrulega í staðin að hérlendis fæst svo lítið að því sem hægt er að nota sem staðgengla. Þá ákvað ég að skoða hvaða innihaldsefni væru í venjulegri karmellu og fann þessa líka hrikalegu girnilegu uppskrift af Eldað í Vesturbænum og svo næstum því sama og sú erlenda á Ljúfmeti og lekkertheit.

Já nú var mér ekkert að vanbúnaði, útlesin á mörgum tungumálum og þá skyldi maður bara demba sér í karmellugerð svo hægt væri að útbúa twixköku!!

Til að byrja með þá er vert að minnast á það að það þarf að hræra stöðugt í pottinum og maður má ekki skreppa neitt frá honum þá brennur allt í drasl!!

Semsagt byrjum á botninu:

 • 120 gr Ljóma smjörlíki  (kalt og bútað í lita bita)
 • 1 1/4 bolli Dove’s farm GF hveiti
 • 1/3 bolli hrásykur

Hita ofn á 200° – Allt sett saman í matvinnsluvél (með hnoðara) og mixað þar til deigið er orðið slétt og fínt. Þá er því skellt inn í ísskáp í 20 mín. Nú er kjörið að byrja á karmellunni (mér finnst alveg fáránlega fyndið að skrifa karamella… aulahúmor eldist víst seint af manni)

Karamellan (tíhíhí)

 • 120 gr Ljóma smjörlíki
 • 1 bolli hrásykur
 • 1/2 bolli Agave sýróp
 • 1 bolli kókósrjómi í dós (sjá mynd)
 • 1/2 tsk vanilluduft
Innihaldsefni í karamellu
Innihaldsefni í karamellu

Smjörlíkið, hrásykur, agave sýróp og kókósrjómi er allt sett saman í pott með þykkum botni sem þér þykir ekkert of vænt um (ef eitthvað skyldi nú brenna). Hrært stöðugt í þar til suðan er komin upp. Þá er lækkað í miðlungshita og haldið áfram að hræra þar til hún er tilbúin, taka af hellu og hræra vanillu saman við.

„Já og hvernig veit maður að hún er tilbúin?“ heyri ég fólk spyrja um allan heim… sko maður setur smá karamellu í skeið og dýfir henni ofan í ískalt vatn ef það er hægt að rúlla henni upp í bolta án þess að hún verði að gúi þá er hún tilbúin…. annars ekki 😀

Þegar hún er tilbúin þá er fínt að skella henni inn í ísskáp á meðan botnin er að bakast – mjög sniðugt að hafa hana í svipuðu formi og botnin svo að það sé bara hægt að skella henni ofan á þegar allt er orðið klárt.

Þegar karamellan er til og komin í ísskápin þá er tilvalið að skella deiginu í mót og inn í heitan ofan í circa 10 mín eða þar til botnin er orðin gylltur á lit.

Karamella - botn - samsett
Karamella – botn – samsett

Allar góðar kökur þurfa súkkulaði en hvað gera bændur þegar að allt súkkulaði inniheldur annaðhvort mjólk, soja eða snefilmagn af hnetum (dæs)?? Jú maður bara býr til sitt eigið!

Eigið súkkulaði

 • 1/2 bolli bráðnuð kókósolía
 • 6 msk kakó (lesa vel á pakkningarnar)
 • 4 msk hlynsýróp
 • 1 msk lakkríssalt frá Saltverk (jafnvel meira ef stemming er fyrir lakkrísbragði)

Allt hrært saman og voila það er komið fljótandi súkkulaði!!

Innihaldsefni í súkkulaði
Innihaldsefni í súkkulaði
Ummmm fljótandi súkkulaði!!

Svo er bara að sameina allt heila klabbið og inn í ísskáp í svona 6 klst til að súkkulaðið harðni. Það er eflaust nauðsynlegt að geyma kökuna í ísskáp til þess að súkkulaðið bráðni ekki.

Bon appetit kæru vinir
Bon appetit kæru vinir

Uppfært 22/10/13

Nú þegar karamellu sykurvíman er runnin af mér þá eru nokkrir punktar sem ég þarf að bæta við 🙂

 • Ekki nota fína plastsköfu til að skafa karamelluna úr pottinum – Hún bráðnar!
 • Passa að hafa karamelluna ekki of lengi á suðu – því þá verður hún frekar hörð og gæti orðið hættuleg!
 • Setja bökunarpappír í eldfastamótið sem botnin fer í – svo hægt sé að ná þessu uppúr til að skera í bita
 • Algjör óþarfi að setja í frysti en nauðsynlegt að hafa hana í ísskáp svo að súkkulaðið bráðni ekki

Ein athugasemd á “Varúð þessi póstur inniheldur helling af hitaeiningum og skammast sín ekkert fyrir það!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s